Lasagna

 Innihald:

Deig á milli:

 • 200 rifinn ostur
 • 50 parmesan ostur
 • 125gr hreinn rjómaostur
 • 3 egg

Kjötblanda:

 • 600gr nautahakk
 • 170gr rauð paprika
 • 170gr laukur
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 250ml pastasósa (velja kolvetna snauða og sykurlausa)
 • 2 msk Ítölsk Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
 • 1 msk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk Eðal-Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • Avocado olía til steikingar
 • Rifinn ostur fyrir toppinn

Ostablanda:

 • 250gr kotasæla
 • 70gr rifinn ostur
 • 50gr Kryddblöndu rjómaostur
 • 50gr parmesan ostur
 • 1 msk Ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum

Aðferð:

Setja ostana saman í örbylgjuþolna skál og hita í örbylgju í 3 mínútur eða þar til allt er bráðið vel saman. Hellið eggjum saman við bráðinn ostinn og hrærið vel eða þar til þetta er orðið frekar jafnt og það myndast smá osta ræmur hér og þar.

Hellið blöndunni á ofnplötu klædda smjörpappír og bakið við 180 gráður án blásturs í 30 mínútur.

Leyfið deiginu að kólna alveg.

Skera lauk, papriku og hvítlauk í smáa bita og steikja vel uppúr avocado olíu. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er hakkinu bætt saman við og það steikt ásamt kryddum þar til það er orðið alveg eldað í gegn og allt blandað vel saman.

Síðast er pastasósunni hellt saman við og blandan látin malla í 10-15 mín.

Á meðan hakkið eldast er öllu í ostablöndunni hellt saman í skál og blandað vel saman.

Smyrjið 1/3 af ostablöndunni í botninn á eldföstu formi (ég notaði hringlótt , millistærð) og  hellið 1/3 af kjötinu ofan á ostablönduna. Skiptið deiginu upp í jafna parta og raðið yfir kjötblönduna. Smyrjið 1/2 af ostablöndunni yfir deigið og þar á eftir 1/2 af kjötblöndunni. Raðið síðasta deiginu  yfir kjötið og endurtakið. Toppið með rifnum osti.

Hitið lasagna við 200 gráður á blæstri í  20 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. 

Uppskriftin er fyrir sirka 6 manns.

 Mjög gott með fersku salati og Hvítlauksbrauði.