Kúrbítsmúffur

Innihald:

 • 3 egg
 • 180gr rifinn kúrbítur
 • 130gr möndlumjöl
 • 70gr íslenskt smjör
 • 50gr hnetusmjör (eða möndlusmjör)
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1 tsk Xanthan Gum
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 2 msk Chia fræ (má sleppa)
 • 1 tsk Kanill frá Pottagöldrum
 • 2 msk Fiber Gold sýróp (eða Good Good Sýróp)
 • Smá Himalayan salt

Aðferð:

Hitið ofninn á 180 gráðum með blæstri.

Rífið kúrbítinn smátt, saltið örlítið og veltið saltinu vel með kúrbítnum. Leyfið kúrbítnum að standa örlítið. Setjið kúrbítinn á hreint viskastykki og kreistið mest allan vökva úr kúrbítnum.

Hræra saman eggjum, hnetusmjöri og smjöri á miklum hraða þar til blandan er orðin nokkuð slétt og kekklaus.

Bæta næst við vanilludropum, kanil, Xantan gum, kanil, sýrópi og chiafræjum. Hræra það vel saman. Bæta síðast útí möndlumjöli og kúrbít, hræra það vel saman við blönduna með sleif.

Setjið um það bil 2 tsk af deigi í hvert muffinsform. Bakið í 20 mínútur og leyfið þeim að kólna örlítið.

Ótrúlega góðar með Kanilsmjöri.