Kjúklingasúpa

Innihald:
 • 450gr heill grillaður kjúklingur (tilbúinn)
 • 4 lítrar vatn
 • 750ml kókosmjólk (ég nota KoKo í fernu) 
 • 60gr íslenskt smjör
 • 120gr laukur 
 • 200gr kúrbitur 
 • 120gr græn paprika
 • 400gr hvítkál 
 • 2 kjuklingakraftur
 • 2 nautakraftur
 • 1 grænmetiskraftur
 • 1 msk Ítölsk hvítlaukskryddblanda frá Pottagöldrum
 • 1/2 msk Hvítur pipar frá Pottagöldrum 
 • 1tsk Eðal Salt frá Pottagöldrum
 • 1tsk Svartur pipar frá Pottagöldrum

Aðferð:

Bræða smjörið í potti og bæta öllu grænmeti saman við þegar smjörið er bráðnað. 
Þegar grænmetið er orðið frekar mjúkt er kryddunum bætt við og steikt í örlítinn tíma. Hella svo vatni út á grænmetið og mylja teningana útí, hræra vel og láta suðuna koma upp. 
Bæta kókosmjólkinni við og hræra vel. 
Tætið kjúklinginn alveg niður í bita, takið allt af beinunum (skinn lika ef þið viljið). Bætið kjúklingnum við alveg síðast og látið malla í ca 15-20 mín. Hrærið öðruhverju í súpunni. Smakkið til með hvitlaukskryddblöndunni, salti og pipar. 


Gott að bera fram með smá rjóma