Kjúklingalæri með tómat & basilsósu


Innihald:

 •  700gr úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 dós af hökkuðum tómötum með hvítlauk
 • 4 hvítkauksgeirar
 • 1/2 rauð paprika
 • 4 stilkar steinselja
 • 6 stk Basillauf
 • 250ml rjómi
 • 75ml avocadoolía
 • 2 lúkur spínat
 • 4 msk rifinn parmesan ostur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Saltið og piprið kjúklingalærin eftir smekk.
 2. Hitið helming af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á hvorri hlið þar til hann er næstum eldaður í gegn.
 3. Takið kjúklinginn af pönnunni og skiljið eftir safa. 
 4. Skerið papriku og lauk í smáa bita.
 5. Hellið rest af olíu á pönnuna með safanum og steikið paprikuna og laukinn þar til það er orðið nokkuð mjúkt.
 6. Skerið hvítlaukinn, steinseljuna og basillaufin smátt niður.
 7. Hellið hökkuðu tómötunum á pönnuna og hrærið vel með paprikunni og lauknum.
 8. Hellið rjómanum saman við ásamt hvítlauknum, basillaufum og steinselju, hrærið.
 9. Setjið spínatið ásamt parmesanostinum á pönnuna og hrærið vel.
 10. Að lokum er kjúklingurinn settur ofan í blönduna og látið malla í um 20 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna.

 Njóta með krydduðum og steiktum Blómkálsgrjónum.