Kjúklingaborgari
Innihald:
- 600gr kjúklingahakk (Alifuglahakk)
- 1 egg
- 2 msk hörfræmjöl
- 2 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
- 1 msk Kebab Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
- 1/2 msk Eðalsalt frá Pottagöldrum
- 1/2 mexíkóostur
- Avocadoolía til steikingar
Aðferð:
- Hnoðið saman öllum innihaldsefnum nema mexíkóost þangað til blandan verður jöfn og kryddið er jafnt í allri blöndunni.
- Skerið mexíkóostinn í smáa bita og hnoðið honum jafnt í blönduna.
- Skiptið blöndunni upp í fjóra jafna parta og mótið hamborgarabuff úr blöndunni.
- Steikið vel uppúr avocadoolíu á báðum hliðum þar til buffin eru elduð alveg í gegn.
- Gott er að setja ostsneiðar á buffin og leyfa því að bráðna.
Ótrúlega góður borgari til að njóta með Avocado frönskum