Kjúklingabollur með Cheddarosti
Innihald:
- 1kg kjúklingalundir
- 180gr rifinn Cheddar ostur
- 40gr Hörfræmjöl
- 60gr Parmesan
- 4 msk Husk trefjar
- 1 msk Eðalkrydd
- 2 tsk hvítlauksduft
- 2 tsk Laukduft
- 1 msk Steinselja
- 1/2 tsk Salt
Aðferð:
- Skerið sinar frá kjúklingalundunum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt kryddum (nema steinselju og salti).
- Setjið kjúklingakjötið í skál og hnoðið saman við cheddar ostinn þar til blandan er orðin jöfn.
- Hrærið saman hörfræmjöli, parmesan, husk trefjum , steinselju og salti vel saman.
- Myndið bollur eða buff úr deiginu og veltið uppúr mjölblöndunni. Þekið bollurnar alveg.
- Setjið bollurnar á smjörpappír eða silikonmottu og eldið við 200 C í 15 mín með blæstri.
- Takið bollurnar út, snúið þeim við og eldið í aðrar 15 mínútur.
Berið fram með fersku salati og brúnsósu.
Uppskriftin er mjög stór og gerir um 30stk bollur.
Skammturinn er ca 3-4 stk bollur.