Hrásalat með grillkjötinu? Smelltu hér!

Kjúklinga Gordon Bleu

Innihald:

 • 1 poki (ca 700gr) úrbeinuð kjúklingalæri 
 • 6-8 sneiðar Reykt kjúklingabringuálegg (fer eftir fjölda læra)
 • 6-8 sneiðar Gotta ostur
 • 140gr möndlumjöl
 • 50gr Parmesan ostur
 • 10gr Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 msk Laukduft frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Eðalkrydd frá Pottagöldrum
 • 50gr Íslenskt smjör til steikingar
 • 2 egg
 • 1 msk 18% sýrður rjómi

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 190 gráðum með blæstri.
 2. Afþýðið kjúklingalærin og kryddið þau með Eðalkryddinu jafnt yfir.
 3. Pakkið inn ostinum inn í áleggið og rúllið kjúklingalærunum utan um áleggið og festið með tannstöngli.
 4. Hrærið vel saman eggjum og sýrðum rjóma.
 5. Hrærið vel saman möndlumjöli, parmesan og kryddum.
 6. Hitið smjör á pönnu
 7. Veltið kjúklingalærunum uppúr eggjablöndunni og því næst uppúr raspinum þannig að það hylji   vel yfir.
 8. Steikið lærin uppúr smjörinu á báðum hliðum þar til þau eru gullin brún og setjið þau í eldfastmót.
 9. Bakið lærin í 20-25 mínútur inn í ofni.

 

Tillaga að góðu meðlæti:

Steikja rauðlauk og hvítkál saman uppúr smjöri, salta örlítið.

Villisveppaostasósa:

 • 1 Villisveppaostur
 • 200-250ml Rjómi
 • 1/2 sveppateningur