Kjúklinga Fajitas súpa
Innihald:
- 700gr kjúklingalæri
- 1 L vatn
- 3 kjúklingateningar
- 1 stór laukur
- 1/2 græn paprika
- 1/2 rauð paprika
- 3 hvítlauksgeirar
- 40gr smjör
- 20ml avocado olía
- 200gr rjómaostur
- 1 dós hakkaðir tómatar frá Mutti
- 250ml rjómi
- 1 krukka taco sósa (Hot Taco fyrir sterkari súpu)
- 1/2 msk paprikuduft
- 1 msk Cumin
- 1/2 tsk Hvítlaukssalt
- 1 tsk Laukduft
- Tex Mex Krydd blanda
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Skerið allt grænmeti niður í smáa bita.
- Bræðið 20gr smjör í potti og steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt.
- Kryddið grænmetið og steikið áfram.
- Skerið kjúklinginn í litla bita.
- Setjið 20gr smjör og avocado olíu á pönnu og steikið kjúklinginn.
- Kryddið með tex mex blöndu eftir smekk.
- Á meðan kjúklingurinn steikist hellið vatni saman við grænmetið ásamt kjúklingakrafti.
- Hrærið vel í þar til krafturinn leysist upp og leyfið suðunni að koma upp.
- Hellið því næst taco sósu, hökkuðum tómötum og rjóma saman við og leyfið suðunni að koma upp aftur.
- Gott er að fara með töfrasprota í súpuna til þess að tæta niður allt grænmetið, en er ekki nauðsynlegt.
- Leyfið súpunni að malla áfram og setjið síðast rjómaostinn og kjúklinginn saman við og hrærið vel.
- Smakkið til með salti, pipar og tex mex blöndu eftir smekk.
Gott er að bera fram súpuna með 36% sýrðum rjóma, rifnum mozzarella og heimatilbúnum Tortilla flögum.