Kjúklinga Fajitas súpa


Innihald:

 • 700gr kjúklingalæri
 • 1 L vatn
 • 3 kjúklingateningar
 • 1 stór laukur
 • 1/2 græn paprika
 • 1/2 rauð paprika
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 40gr smjör
 • 20ml avocado olía
 • 200gr rjómaostur
 • 1 dós hakkaðir tómatar frá Mutti
 • 250ml rjómi
 • 1 krukka taco sósa (Hot Taco fyrir sterkari súpu)
 • 1/2 msk paprikuduft
 • 1 msk Cumin
 • 1/2 tsk Hvítlaukssalt
 • 1 tsk Laukduft
 • Tex Mex Krydd blanda
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið allt grænmeti niður í smáa bita.
 2. Bræðið 20gr smjör í potti og steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt.
 3. Kryddið grænmetið og steikið áfram.
 4. Skerið kjúklinginn í litla bita.
 5. Setjið 20gr smjör og avocado olíu á pönnu og steikið kjúklinginn.
 6. Kryddið með tex mex blöndu eftir smekk.
 7. Á meðan kjúklingurinn steikist hellið vatni saman við grænmetið ásamt kjúklingakrafti.
 8. Hrærið vel í þar til krafturinn leysist upp og leyfið suðunni að koma upp.
 9. Hellið því næst taco sósu, hökkuðum tómötum og rjóma saman við og leyfið suðunni að koma upp aftur.
 10. Gott er að fara með töfrasprota í súpuna til þess að tæta niður allt grænmetið, en er ekki nauðsynlegt.
 11. Leyfið súpunni að malla áfram og setjið síðast rjómaostinn og kjúklinginn saman við og hrærið vel.
 12. Smakkið til með salti, pipar og tex mex blöndu eftir smekk.

 Gott er að bera fram súpuna með 36% sýrðum rjóma, rifnum mozzarella og heimatilbúnum Tortilla flögum.