Kjötsúpa

Innihald:

 • 700gr súpukjöt (var með afgangs lambakjöt)
 • 200gr  Niðurskorið Butternut Grasker (má sleppa)
 • 200gr kúrbítur
 • 300gr hvítkál
 • 160gr blómkál
 • 200gr laukur
 • 30gr Súpujurtir (passa að það innihaldi ekki hrísgrjón)
 • 4 lítrar af vatni
 • 2 stk lambakraftur
 • 2 stk  grænmetiskraftur
 • 2 msk Grænt Herbamare salt
 • Smá Himalayan salt
 • Smá Svartur pipar frá Pottagöldrum
 • Avocadoolía til steikingar

Aðferð:

Skerið lauk, butternut grasker og kúrbít smátt niður og steikið uppúr avocadoolíu þar til það er orðið mjúkt. Kryddið með Herbamare saltinu, svörtum pipar og hrærið vel.

Á meðan laukurinn, graskerið og kúrbíturinn er að steikjast er hvítkál skorið smátt niður og blómkál rifið niður nokkuð gróft (eins og hrísgrjón) og bætið því svo saman við laukinn og kúrbítinn.

Næst skal blanda saman súpujurtunum og hræra vel í þessu öllusaman og bæta við avocado olíu og steikja aðeins áfram.Ef þið eruð með súpukjöt þá mæli ég með því að þið sjóðið það með súpunni allan tímann. Kryddið súpukjötið létt með herbamare salti og svörtum pipar og steikið létt  með grænmetinu áður en það er bætt  vatninu við súpuna. Hellið vatninu samanvið og myljið kraftana út í vatnið ogsjóðið súpuna í minnst eina klukkustund.

Ef þið eruð með tilbúið kjöt þá bætið þið vatni saman við grænmetið ásamt kröftunum og látið sjóða í 30 mínútur. Bætiðþá kjötinu við eftir þessar 30 mínútur og leyfið súpunni að malla á miðlungs hita í aðrar 30 mínútur.

Þegar súpan er búin að sjóða í minnst klukkustund þá  er hún smökkuð til með Herbamare salti, salti og pipar.