Ketó Naan brauð
Innihald:
- 200gr rifinn mozzarellaostur
- 50gr grísk jógúrt frá Örnu
- 2 egg
- 100gr möndlumjöl
- 1/2 msk vínsteins
- 50gr smjör
- 1 msk steinselja
- 1/2 tsk hvítlauksduft
- 1/4 tsk hvítlaukssalt
- Smá klípa salt
Aðferð:
- Hrærið saman rifna ostinum og grísku jógúrtinni.
- Hitið í örbylgju þar til osturinn er alveg bráðnaður.
- Hrærið egg í annari skál, bætið möndlumjöli, lyftidufti og salti og hrærið vel saman í deig.
- Á meðan osturinn er enn heitur hnoðið deigið vel saman við ostinn.
- Leyfið deiginu að kólna aðeins.
- Skiptið deiginu upp í 6 parta, fletjið út á smjörpappír og bakið við 180 C í 10 mínútur.
- Bræðið smjör og hrærið kryddin saman við.
- Takið Naan brauðin út eftir þessar 10 mínútur, berið smjörblönduna vel yfir öll brauðin og stingið gaffli í þau og bakið aftur í 4-5 mínútur.