Ketó Bollakaka

Innihald:

 • 20gr möndlumjöl
 • 10gr kakó
 • 15gr sukrin gold
 • 1 egg
 • 20gr majones
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk vatn

Aðferð:

 1. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið vel þar til þau hafa blandast vel saman.
 2. Hrærið eggi, majonesi og vatni saman við þar til blandan er orðin jöfn og kekkjalaus.
 3. Skiptið deiginu upp í tvö stór muffinsform (gott að hafa tvö form undir eina köku)
 4. Setjið muffinsformið í bolla, þannig að það styðji við muffinsformið.
 5. Hitið í örbylgjuofni í 2 mínútur.
 6. Fjarlægið kökuna varlega úr bollanum og takið annað muffinsformið af.
 7. Kælið og toppið með góðu smjörkremi.

Mæli með Saltkaramellusmjörkremi eða Skúffukökusmjörkremi. Uppskriftir af kremum er að finna á síðunni.