Kebab Kjúklingabollur

Innihald:

 • 600gr Kjúklingahakk (Alifuglahakk)
 • 2 msk Pofiber trefjar
 • 3 msk Kebab Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Laukduft frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Himalayan salt
 • Smjör til steikingar

 Meðlæti:

 • 400gr hvítkál
 • 1 rauðlaukur
 • 1 stk Hvítlauksostur
 • 1 tsk minched garlic
 • 2 tsk Eðal Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • 350ml Rjómi
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Setjið hakkið í skál og setjið saman öll hráefnin og hnoðið vel með höndunum eða í hrærivél með hnoðara.
 2. Deigið er tilbúið þegar kryddin og trefjarnar hafa sameinast kjötinu jafnt.
 3. Myndið 16 stk bollur úr deiginu og steikið uppúr smjöri þar til þær brúnast á báðum hliðum.
 4. Setjið bollurnar í eldfastmót og bakið í ofni við 200 gráður með blæstri í 20 mínútur.
 5. Á meðan bollurnar bakast, bætið örlítið meira af smöri á sömu pönnu og bollurnar voru steiktar á, skerið niður hvítkálið og rauðlaukinn og steikið uppúr smjörinu.
 6. Bætið við hvítlauk og steikið vel þar til það er orðið vel mjúkt.
 7. Rífið hvítlaukinn yfir og hellið rjómanum saman við og leyfið því að leysast upp.
 8. Kryddið og hrærið vel.
 9. Smakkið til með salti og pipar

Uppskriftin er fyrir 5-6 manns.

Hægt er að hafa allskonar meðlæti með í stað þess sem er hér. Bollurnar eru einstaklega góðar með hvítlaukssósu og fersku salati til dæmis.