Karrý de Lux Kjúklingaréttur

Innihald:

 • 700gr kjúklingalæri
 • 20 cm Blaðlaukur
 • 1/2 kúrbítur
 • 1/2 Græn paprika
 • 100gr Strengjabaunir
 • 2 msk Karrý De Lux frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Karrý frá Pottagöldrum
 • 2 tsk Eðalsalt frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Eðal steikar- og grillkrydd frá Pottagöldrum
 • 50ml Avocadoolía til steikingar

Aðferð:

 1. Skerið allt grænmeti í litla bita, blaðlaukinn í sneiðar og strengjabaunir til helminga.
 2. Hellið olíu á pönnu og steikið blaðlaukinn á vægum hita.
 3. Skerið kjúllingalærin í strimla og steikið á pönnunni með lauknum.
 4. Kryddið kjúklinginn með kryddunum og hrærið vel.
 5. Þegar kjúklingurinn er að mestu eldaður í gegn er restinni af grænmetinu hrært saman við og steikt á háum hita þar til grænmetið allt er orðið nokkuð mjúkt.
 6. Gott er að setja strengjabaunir síðast til þess að hafa þær hálf eldaðar og stökkar.
 7. Smjörsteikt hvítkál eða smjörsteikt blómkálsgrjón er frábært meðlæti með þessum rétt.