Karrý de Lux Kjúklingaréttur
Innihald:
- 700gr kjúklingalæri
- 20 cm Blaðlaukur
- 1/2 kúrbítur
- 1/2 Græn paprika
- 100gr Strengjabaunir
- 2 msk Karrý De Lux frá Pottagöldrum
- 2 tsk Karrý frá Pottagöldrum
- 2 tsk Eðalsalt frá Pottagöldrum
- 1 tsk Eðal steikar- og grillkrydd frá Pottagöldrum
- 50ml Avocadoolía til steikingar
Aðferð:
- Skerið allt grænmeti í litla bita, blaðlaukinn í sneiðar og strengjabaunir til helminga.
- Hellið olíu á pönnu og steikið blaðlaukinn á vægum hita.
- Skerið kjúllingalærin í strimla og steikið á pönnunni með lauknum.
- Kryddið kjúklinginn með kryddunum og hrærið vel.
- Þegar kjúklingurinn er að mestu eldaður í gegn er restinni af grænmetinu hrært saman við og steikt á háum hita þar til grænmetið allt er orðið nokkuð mjúkt.
- Gott er að setja strengjabaunir síðast til þess að hafa þær hálf eldaðar og stökkar.
- Smjörsteikt hvítkál eða smjörsteikt blómkálsgrjón er frábært meðlæti með þessum rétt.