Karamellufylltar Bollakökur
Innihald:
- 5 egg
- 50gr kókoshveiti
- 30gr möndlumjöl
- 160gr Sukrin Gold
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/4 tsk matarsódi frá Pottagöldrum
- 100gr Íslenskt smjör
- 55gr kakó
- 1 tsk vanilludropar
- 1/4 tsk skyndikaffiduft
- 1 msk sýrður rjómi
- 200ml rjómi (má nota möndlumjólk í staðinn)
Aðferð:
- Þeyta saman egg og sætu þar til blandan er orðin létt og ljóst.
- Bæta næst vanilludropum, sýrðum rjóma, rjóma, bráðnu smjöri, rjóma og kaffidufti (hægt að nota 30ml sterkt kaffi í staðinn en þá þá minnka rjómann niður í 170ml).
- Hrærið þar til allt er uppleyst.
- Hrærið saman þurrefnunum og bætið saman við blautu blönduna í skömmtum á meðan vélin hrærir enn.
- Skiptið deiginu upp í 24 lítil muffinsform og bakið við 190 gráður á blæstri í 15-20 mínútur.
Notist við þessa uppkrift fyrir kremið og karamelluna: Saltkaramellukrem
Gerið litlar holur í hverja bollaköku og sprautið þar karamellu í miðjuna. Leyfið karamellunni að stífna örlítið áður en kremi er sprautað ofan á.
Hægt er að lita kremið með allskyns litum! Þessar hér voru gerðar fyrir blátt BabyShower❤️