Karamellu Rjómaís

Innihald:
  • 500ml rjómi
  • 50gr fínmöluð sæta (ég notaði Golden Monkfruit erytritol)
  • 3 eggjarauður
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 10gr Good Good Sýróp
  • 1/4 af Karamella
Aðferð:
Sjóða saman 250ml rjóma, sætu og sýróp saman þar til það þykknar. Kæla blönduna niður þar til hún verður volg.
Blanda vel saman eggjarauður og vanilludropa í annari skál og blanda vel saman við niðursoðnu rjómablönduna. Kæla blönduna alveg niður í kæli.
Léttþeyta næst 250ml rjóma og blanda svo kældu blöndunni saman við léttþeytta rjómann.
Ég notaði ísvél í mitt verk, frysti ísskálina í sólarhring áður en ég bjó til ísinn. Hellti blöndunni í skálina og lét vélina hræra hann í tilbúinn ís í ca. 40 mín. Skar niður 1/4 af kældri karamellu uppskrift Maríu Kristu og setti út í ísinn alveg í restina þegsr ísinn var orðinn frekar frosinn.
Annars er líka hægt að setja í form og inn í frysti í minnst 4 tíma.