Vantar þig máltíðaplan? Smellið hér til að fara í beint í verslun!

Kanilterta Ömmu

Innihald:

Botnar:

 • 175gr smjör mjúkt smjör
 • 175gr sukrin gold
 • 2 egg
 • 175gr möndlumjöl
 • 2 msk Kanill frá Pottagöldrum 
 • 2 tsk lyftiduft 
 • 500ml þeyttur rjómi (á milli botnana) 
 • 1 msk fínmöluð sæta (þeytt með rjómanum)

Súkkulaðikrem:

 • 50gr finmöluð good good
 • 40gr bráðið cavalier súkkulaði
 • 30gr cavalier súkkulaðismyrja
 • 10gr good good syrop
 • 30gr bráðið smjör

Aðferð:

Blanda hráefnum í botnana vel saman í hrærivél. Skipta deiginu upp i 6 jafna og parta (ca. 90-95gr hver skammtur), smyrja hverjum part jafnt og þunnt í hringbotna á smjörpappír. Gott að nota hringlótt tertuform til að teikna á smjörpappír. 
Bakið botnana við 160 gráður í 8 mínútur með blæstri (eða við sama hita án blásturs í 13 mínútur). Kælið botnana alveg áður en þeytti rjóminn er settur á milli botnana.

Hrærið vel saman allt hráefnið í kremið og setjið ofan á efsta botninn. 
Kakan er best þegar hún er búin að standa í kæli í a.m.k. 1 klukkustund.