Kanilsnúðar

Innihald:

 • 280 gr rifinn mozzarella ostur
 • 70gr Rjómaostur
 • 30gr möndlumjöl
 • 30gr kókoshveiti
 • 50gr fínmöluð sæta
 • 2 msk Pofiber trefjar frá Semper
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar

 Fylling:

 • 100gr íslenskt smjör
 • 30gr Sukrin Gold
 • 30gr Good Good sæta
 • 2 & 1/2 msk Kanill frá Pottagöldrum

Aðferð:

 1. Bræðið saman ostana í örbylgju í sirka 2 mínútur, eða þar til rifni osturinn er alveg bráðinn.
 2. Hrærið vel saman þar til rjómaosturinn hefur alveg sameinast þeim rifna.
 3. Hrærið saman öll þurrefnin og hnoðið vel saman við ostinn þar til það er alveg komið inn í deigið.
 4. Síðast er eggjum og vanilludropum bætt saman við og hnoðað vel þar til deigið er tilbúið.
 5. Fletjið út deigið á smjörpappír þangað til deigið er sirka 2 mm á þykkt.
 6. Blandið vel saman hráefnin í fyllinguna og dreifið vel yfir deigið.
 7. Rúllið upp deiginu þétt og skerið niður í 2-3 cm sneiðar.
 8. Leggið hverja sneið í muffinsform og bakið á 190 gráðum á blæstri í 20 mínútur.