Kanilsnúðar

Innihald:
  • 1 & 1/2 bolli rifinn mozzarella ostur
  • 1 bolli möndlumjöl
  • 1 stórt egg
  • 2 stórar matskeiðar rjómaostur
  • 2 msk mjúkt smjör
  • 1/4 tsk lyftiduft
  • 3 msk Sweet Like Sugar frá Good Good (strásæta)
  • 2 msk Kanill frá Pottagöldrum 

Aðferð:

Setja ost og möndlumjöl saman í skál og blanda saman vel. Bæta svo rjómaost útí og setja skálina inn í örbylgju í ca 60sec hræra vel saman í deiginu þannig að allt blandist vel saman. Setja skálina inn í örbylgju aftur í 30sec.
Hræra vel í og bæta hrærðu egginu saman við degið og hnoða/hræra þannig að það verði blandað vel við deigið. 

Setja smá möndlumjöl á smjörpappír, hnoða deigið aðeins uppúr möndlumjölinu og fletja í ferhyrning. Gott að leggja annan smjörpappír yfir deigið og fletja þannig út.

Fylling:
Smjörið á að vera mjög mjúkt en ekki bráðið, smyrja smá af því á deigið sjálft og blanda restinni saman við kanil og blanda því vel. Dreifa kanilblöndunni yfir allt deigið og rúlla svo deiginu upp. 

Skera deigið í ca 10 stk bita og setja þá á smjörpappír eða í muffinsform. 
Bakað við 200gr i ca 8-10 mín eða þar til orðið gullin brúnt.