Kanilsnúðakaka

Innihald:

Deig:

 • 130gr rifinn mozzarella ostur
 • 40gr rjómaostur
 • 1 egg
 • 80gr möndlumjöl
 • 20gr kókoshveiti
 • 50gr fínmöluð sæta
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk xanthan gum

 Fylling:

 • 80gr smjör
 • 15gr kanill frá Pottagöldrum
 • 60gr Sukrin Gold

 Glassúr:

 • 90gr rjómaostur
 • 30gr fínmöluð sæta
 • 20gr rjómi
 • 1/4 tsk vanilludropar

 Aðferð:

 1. Hrærið saman öllum þurrefnum í deigið og hrærið það vel saman.
 2. Setjið rifinn ost og rjómaost saman í skál og hitið í örbylgjuofni í sirka 2 mínútur eða þar til allur osturinn er bráðinn.
 3. Hellið þurrefnum saman við ostinn og hnoðið vel saman við þar til allt hefur blandast vel við ostinn.
 4. Bætið egginu saman við og hnoðið þar til eggið hefur sameinast deiginu.
 5. Setjið deigið á bökunarpappír og þrýstið örlítið niður. Leggið annan bökunarpappír ofan á og rúllið deiginu út í ferhyrning.
 6. Blandið saman hráefnum í fyllinguna og smyrjið blöndunni jafnt yfir deigið.
 7. Rúllið varlega upp deiginu og skerið sirka í 2cm sneiðar.
 8. Raðið snúðunum þétt í eldfastform eða hringlaga álform (stærð 20x20cm) og þrýstið þeim niður þannig að deigið fylli út í formið.
 9. Bakið við 190 gráður með blæstri í 20-25 mínútur.
 10. Fyrir glassúrinn setjið rjómaost í skál og hitið rjómaostinn í 30 sec í örbylgjuofni. Hrærið saman sætunni, rjómanum og vanilludropunum.

Gott að borða hana volga með þeyttum rjóma og glassúr. 

Hægt er að nota þessa sömu uppskrift fyrir venjulega kanilsnúða, en þá eru snúðarnir settir í muffinsform og bakaðir á sama máta.