Kanilsmjör

Innihald:

  • 60gr fínmalað Sukrin Gold
  • 125gr mjúkt Íslenskt smjör
  • 1 og 1/2 tsk Kanill frá Pottagöldrum 
  • 4 msk Fiber Gold Sýróp eða Good Good Sýróp

Aðferð:

Fínmalið Sukrin Gold í blandara eða matvinnsluvél þar til að er orðið eins og flórsykur.

Setjið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið þar til allt smjörið er orðið kekklaust.

Gott er að nota sleif til að blanda öllu vel saman í restina.

Mjög gott að nota á ristað LKL brauð til að fá smá French Toast tilfinningu eða nota sem topp á Kúrbítsmúffur.