Kalkúnaborgarar

Innihald:

  • 600gr kalkúnahakk (Ísfugl)
  • 4 msk Hörfræmjöl
  • 2 msk Husk
  • 2 egg
  • 4 tsk Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
  • 1 & 1/2 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
  • Himalayan salt eftir smekk
  • 4 vorlaukar

Aðferð:

Setja hakkið ásamt eggjum í skál og blanda því mjög vel saman. Blanda næst hörfræmjöli og huski saman við hakkið og passa að allt fari vel saman við. Skera vorlaukana mjög smátt og hræra vel saman við blönduna. Í lokinn er kryddunum bætt við og hrært vel. 
Hægt að nota hvaða krydd sem er eftir smekk. 
Skipta hakkblöndunni i sex jafna parta og búa til hamborgarabuff úr því. 
Steikja vel uppúr avocadoolíu. 
Gott að steikja aðeins lengur i lokinn og setja fitumikinn ost ofan á og krydda með salt og pipar.

Gerir 6 stk hamborgara

Æðislegt með fersku salati, Sætuðum sveppum, Trufflumajonesi, feitum ost og Avocado frönskum!