Indverskt á teini
Innihald:
- 700gr Kjúklingalundir
- 1/2 Kúrbítur
- 1 lítil rauð paprika
- 1/2 laukur
- 100gr Grísk jógúrt
- 3 msk Avocadoolía
- 2 tsk kóríander
- 3 tsk hvítlauksduft
- 2 tsk engifer
- 1 tsk Cumin
- 1 tsk laukduft
- 1 & 1/2 tsk Garam masala
- 1 tsk Chili duft
- 1 tsk Himalayan salt
- 1/2 tsk Turmerik
- 1 msk Lime safi
- 1 tsk sítrónu safi
Köld gúrkusósa:
- 30gr gúrka
- 3 msk avocado majones
- 2 msk 36% sýrður rjómi
- 1 msk rifinn parmesan ostur
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1/2 tsk Himalayan salt
- Smá pipar
Aðferð:
- Skerið kjötið og grænmetið í grófa bita, setjið allt saman í skál.
- Í annari skál, hrærið grísku jógúrtunni saman við olíuna, safana og öll kryddin.
- Hellið yfir kjötið og grænmetið, veltið því vel saman þar til marineringin er blönduð saman við allt hráefnið.
- Leyfið þessu að marinerast í minnst 30 mínútur.
- Raðið á grillteina og bakið, grillið eða steikið!
- Mæli með að elda í airfryer, 180 gráður í 15 mínútur.
- Setjið öll hráefni sósunar í blandara og þeytið vel þar til sósan er nokkuð slétt.
- Smakkið til með salti og pipar.
Naan brauð er mjög gott meðlæti ásamt kaldri gúrkusósu.
Hægt er að nota hvaða kjöt sem er í stað kjúklings.