Hvítlaukssmjör

Innihald:

  • 200gr mjúkt Íslenskt smjör
  • 2 tsk Hvítlauksduft frá Pottagöldrum 
  • 2 tsk Steinselja frá Pottagöldrum
  • 1/2 tsk Eðal-Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til allt hefur blandast vel saman.

Notið sleif til þess að skafa þetta saman í skálinni og hræra örlítið betur.

Geymið í skál eða krukku við stofuhita.