Hvítlauksbrauð
Innihald:
- 100gr rifinn mozzarella ostur
- 100gr rifinn hvítlauksostur
- 20gr parmesan ostur
- 50gr Rjómaostur
- 60gr Möndlumjöl
- 1 tsk Vínsteinslyftiduft
- 1 msk Pofiber trefjar (eða husk)
- 1 tsk minched garlic
- 1/2 msk Eðal Hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
- 1 egg
- Hvítlaukskryddsmjör eftir smekk
- Eðal Hvítlaukssalt til að toppa
- Rifinn mozzarella eftir smekk til að toppa
- 1 msk næringarger (má sleppa)
Aðferð:
- Bræðið osta í örbylgju þar til allur osturinn er bráðinn.
- Á meðan osturinn bráðnar, blandið saman öllum þurrefnum (kryddi líka).
- Hrærið í ostunum þangað til osturinn er orðin að einskonar deigi.
- Blandið næst þurrefnum saman við og hnoðið vel saman við ostinn ásamt hvítlauk.
- Setjið eggið síðast saman við og hnoðið vel saman þar til deigið er tilbúið.
- Fletjið út á bökunarpappír og bakið við 200 gráður með blæstri í um 10 mínútur, eða þar til brauðið fer að brúnast örlítið.
- Gott er að stinga gaffli í deigið inn í miðjan tímann.
- Takið hvítlauksbrauðið út, smyrjið með hvítlaukssmjöri (hver og einn ræður hversu mikið smjör er notað)
- Stráið hvítlaukssalti yfir og í lokin dreifið yfir rifnum osti eftir smekk.
- Bakið aftur í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast.