Um mig

Ég heiti Aðalheiður Ásdís Boutaayacht, er 31 árs gömul, gift Mimoun Boutaayacht, stunda Aerial jóga og er áhuga manneskja um Lágkolvetna Mataræði í heild sinni.

Er samfélagsstimplaður offitusjúklingur ásamt því að vera með PCOS fjölblöðruheilkenni og sykursýki týpu tvö, sem ég vinn gegn með mataræðinu einu að vopni. 

Er stofnandi Facebook hópsins Lágkolvetna Góðgæti sem er uppskriftasíða ásamt því að vera einn af stofnendum stuðningsgrúppunnar LKL Stuðningsgrúppa fyrir konur og er með opið SnapChat og Instagram þar sem ég deili öllu á milli himins og jarðar, aðallega mataræðistengt. 

Áhugi minn á þessu mataræði kviknaði eftir að ég fór til hjartalæknis í febrúar 2017. Ég aflaði mér upplýsinga um hvernig best væri að tækla þetta, hvað gæti ég gert á þessu mataræði til að létta mér lífið. Það var þá sem ég ákvað að finna leiðir til að halda mér á þessu mataræði með því að finna mér uppskriftir og búa til mínar eigin. 

Áhugi minn hefur farið ört vaxandi hvað þetta varðar og ákvað ég því að stofna þessa síðu til þess að einfalda mitt líf og jafnvel annara í leiðinni með uppskriftum, hugmyndum, fræðslu og tilheyrandi hvatningu allt á einum og sama staðnum. 

Markmið mitt með þessari síðu er að efla fræðslu um Lágkolvetna Mataræði og breiða út boðskapnum svo um munar.