Hrökkbrauð
Innihald:
- 1 egg
- 150gr Fræblanda
- 15gr heilkorna husk (whole psyllium husk)
- 2 msk Avocado olía
- 100gr rifinn mozzarella ostur
- 10gr Næringarger (nutritional yeast)
- 1 tsk Himalayan salt
- 1/2 msk Paprikuduft frá Pottagöldrum
- Rifinn mozzarella ostur ofan á
Aðferð:
Blanda öllu saman í skál og hræra vel.
Hita ofninn í 190 gráður á blæstri. Dreifa blöndunni jafnt á smjörpappír í ofnskúffu.
Baka í ofni í 15 mínútur.
Taka svo út skera í sneiðar að vild og dreifa osti yfir og baka í aðrar 15 mínútur. Slökkva svo á ofninum og leyfa hrökkbrauðinu að standa inní ofni þar til það er orðið volgt.