Hrökkbrauð

 

Innihald: 

 • 250ml heitt vatn
 • 1 egg
 • 1/2 dl hörfræ
 • 1/2 dl graskersfræ
 • 1/2 dl Sólkjarnafræ
 • 1 dl sesamfræ
 • 1/2 dl chia fræ
 • 2 msk heilkorna husk
 • 2 msk bragð og lyktarlaus kókosolia
 • 1/2 rifinn piparostur (eða 80gr Havarti kryddostur)
 • 1 msk Næringarger (má sleppa)
 • 1 tsk Himalayan salt
 • 1 tsk paprikuduft frá Pottagöldrum
Aðferð:
Hella heita vatninu í skál og leysa olíuna upp í vatninu. Blanda öllu saman við, huskinu síðast og hræra vel.
Hita ofninn í 170 gráður uppi og niður hita. Dreifa blöndunni jafnt á smjörpappír í ofnskúffu. 
Baka í ofni í 40 mínútur.
Taka svo út skera í sneiðar að vild og aftur inn í ofn við sama hita í aðrar 40 mínútur. Slökkva svo á ofninum og leyfa hrökkbrauðinu að standa inní ofni þar til það er orðið volgt. 
Ef blandan er of þykk þá má bæta við örlitu heitu vatni við. Eins ef blandan er of þunn má bæta við fleiri fræjum.