Hrásalat
Innihald:
- 200gr hvítkál
- 70 gr Kúrbítur
- 60gr græn paprika
- 60gr rauð paprika
- 8 stk stilkar af graslauk
- 2 msk Fiber Gold sýróp
- 1 msk sítrónusafi
- 1msk Portúgölsk Piri Piri kryddolía
- 170gr majones
- 50gr Habanero 18% sýrður rjómi (má nota venjulegan)
- 1/2 tsk Sítrónupipar frá Pottagöldrum
- 1/4 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
- 1/4 tsk Svartur pipar frá Pottagöldum
Aðferð:
Skera allt grænmetið smátt niður og setja í stóra skál. Blanda majonesi, sýrða rjómanum, sítrónusafa, sýrópinu og kryddunum saman í annari skál og hella út á grænmetið og blanda mjög vel saman. Kælið í minnst klukkutíma fyrir notkun og hrærið vel í salatinu áður en það er borið fram.
Ljúffengt meðlæti með Piri Piri Kjúklingalundum!