Hrásalat

Innihald:

200gr hvítkál
160gr blómkál
60gr græn paprika
7 stk stilkar af graslauk eða 10gr blaðlauk
30gr good good sýróp
5gr sítrónusafi
200gr majones (helst avocado majones)
50gr 18% sýrður rjómi
1/2 tsk sítrónupipar
1/4 tsk paprikukrydd
1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

Skera allt grænmetið smátt niður og setja í stóra skál. Blanda majonesi, sýrða rjómanum, sítrónusafa, sýrópinu og kryddunum saman í annari skál og hella út á grænmetið og blanda mjög vel saman. Kælið í minnst klukkutíma fyrir notkun og hrærið vel í salatinu áður en það er borið fram.