Hjónabandssæla

 

Innihald:

 • 270gr möndlumjöl
 • 60gr kókoshveiti
 • 150gr Sukrin gold
 • 230gr mjúkt smjör
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk xanthan gum
 • 1 stórt egg
 • Nokkur saltkorn
 • 200gr Rabbabarasulta
 • Kókosolíu sprey

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 190 gráður með blæstri
 2. Hrærið þurrefnunum saman í skál og hnoðið vel saman við mjúka smjörið.
 3. Setjið egg í litla skál og hrærið létt í með gaffli.
 4. Hellið saman við deigið og hnoðið saman við þar til eggið hefur sameinast deiginu.
 5. Spreyjið 22cm hringlótt form.
 6. Skiptið deiginu upp, takið 2/3 af deiginu og þrýstið í botninn á forminu þannig að það myndast brúnir á endana.
 7. Smyrjið rabbabarasultu yfir botninn. Dreifið restinni af deiginu á víð og dreif yfir rabbabarasultuna.
 8. Bakið í 30-35 mínútur, lækkið hitann ef topparnir fara að dökkna mikið. Gott að fylgjast með síðustu 10 mín.

Kakan er einstaklega góð þegar hún er volg og ómissandi að njóta hennar með þeyttum rjóma.