Hakk og Zpaghetti

Innihald:

 • 600gr nautahakk
 • 1 rauð paprika
 • 1 lítill laukur
 • 4 stórir hvítlauksgeirar / 1 kínverskur hvítlaukur
 • 2 msk Ítalskt Pastakrydd frá Pottagöldrum
 • 1 tsk svartur pipar
 • 2 tsk Himalayan salt
 • 1 grænmetiskraftur
 • 200ml vatn
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 60gr Tómat paste
 • 60gr Rifinn parmesan ostur
 • Ca 80ml Avocado olía
 • 1 Stór kúrbítur

Aðferð:

 1. Skerið papriku, lauk og hvítlauk í mjög smáa bita og steikið vel uppúr avocadoolíu þar til bitarnir fara ap mýkjast.
 2. Steikið hakkið með lauknum og paprikunni og kryddið.
 3. Hellið næst hökkuðu tómötum saman við ásamt tómat paste.
 4. Hellið næst vatni saman ásamt grænmetiskraft og parmesan osti, hrærið vel og leyfið því að malla vel þar til kjötsósan fer að þykkna.
 5. Skerið kúrbít í spaghetti strimla með grænmetisyddara, saltið örlítið, hellið örlítið af avocadoolíu saman við og veltið því saman. Hitið kúrbítinn í örbylgjuofni í ca 1-2 mín (fer eftir hversu mjúkt þú vilt hafa Zpaghetti-ið)
 6. Kreistið vatnið af kúrbítnum og hellið vatninu saman við kjötsósuna og hrærið vel.

Berið fram með parmesan osti og góðu hvítlauksbrauði.