Hádegis Quesadilla

Innihald:

 • 1 kjúklingabringa (ca 160gr)
 • 2 stk Atkins Tortilla bökur
 • 100gr rifinn ostur
 • 40gr Santa Maria Hot Taco sósa
 • 2 msk Philadelphia Rjómaostur með graslauk
 • 1/2 msk Fiesta De Mexico frá Pottagöldrum 
 • 1/2 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum 
 • 1/2 tsk Cumin frá Pottagöldrum 
 • Himalaya salt eftir smekk
 • Avocado olía
 • Kókoshnetu PAM sprey (má nota annað) 

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringuna niður í smáa bita, kryddið og steikið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 2. Hitið pönnu á miðlungshita og speyjið pönnuna með PAM spreyji, leggið aðra bökuna á pönnuna og smyrjið bökuna með helming af rjómaosti.
 3. Dreifið helming af rifna ostinum jafnt yfir bökuna og dreifið taco sósunni yfir.
 4. Setjið kjúklingabitana jafnt yfir rifna ostinn á bökunni og dreifið restinni af rifna ostinum yfir.
 5. Smyrjið seinni bökuna með restinni af rjómaostinum og hvolfið henni yfir.
 6. Leyfið ostinum í bökunni að bráðna örlítið, takið lítinn disk, setjið yfir bökuna og hvolfið pönnunni þannig að bakan verði eftir á disknum.
 7. Spreyjið pönnuna með meira af olíu og setjið bökuna aftur á pönnuna.
 8. Hitið þar til allur ostur er bráðinn.
 9. Skerið bökuna í tvennt. 

Gott að bera fram með hálfu avocado, sýrðum rjóma og nokkrum Tortillaflögum.

Atkins tortillabökurnar fást m.a. í Nettó, Bætiefnabúllunni og Fjarðakaupum.

ATH þetta eru tveir skammtar! Næringarinnihald væntanlegt!