Gulrótarkaka
Innihald:
- 5 egg
- 200gr bráðið smjör
- 4 msk sukrin gold (eða Golden Monk fruit sæta)
- 2 tsk vanilludropar
- 230gr rifnar gulrætur
- 50gr muldar pekanhnetur
- 50gr fínt kókosmjöl
- 150gr möndlumjöl
- 10gr Kanill frá Pottagöldrum
- 1 tsk Engifer frá Pottagöldrum
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
Krem:
- 90gr hreinn rjómaostur
- 70gr fínmalað Sukrin Gold (eða Golden Monk fruit sæta)
- 1 msk rjómi
- 1/2 tsk vanilludropar
- Nokkur Himalayan saltkorn
Aðferð:
Þeytið saman egg, brædda smjörið, vanilludropana og sætu saman í sirka 10 mínútur. Á meðan það er að þeytast, myljið pekanhnetur í smáa bita, vigtið og blandið vel saman öllum þurrefnum saman í annari skál. Rífið niður gulrætur í ræmur eftir smekk.
Blandið gulrótunum saman við eggjablönduna og hrærið vel og á meðan það hrærist saman er þurrfefnunum hellt útí á meðan.
Setjið næst blönduna í hringlótt smurt form og bakið við 180 gráður með blæstri í 40 mínútur.
Á meðan kakan bakast er kremið búið til.
Hitið rjómaostinn örlítið, til þess að hafa hann örlítið mjúkann. Setjið öll hráefnin saman í skál og þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Gott er að kæla kökuna alveg og setja kælt kremið á kökuna áður en hún er borin fram.