Guacamole

Innihald:

 • 170gr Avocado
 • 50gr kirsuberjatómatar (ca. 4 stk)
 • 20gr rauðlaukur
 • 1gr Ferskur Kóríander
 • 1/2 tsk Cumin frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk Paprikukrydd frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk Cayenna pipar frá Pottagöldrum
 • 5gr lime safi (ca. 1 msk)
 •  Eðal Salt og Svartur pipar frá Pottagöldrum eftir smekk 

Aðferð:

 1. Takið stein og hýði frá avocadoinu, skerið lauk og tómata niður í bita.
 2. Setjið öll hráefnin saman í matvinnsluvél/blandara þar til allt er vel blandað saman þannig að laukurinn og tómatarnir eru ekki í stórum bitum.
 3. Saltið og piprið eftir smekk.

Uppskriftin gefur sirka 4 skammta.

Næringarinnihald í 1 skammt:

 • Fita: 6,4gr
 • Prótein: 0,2gr
 • Kolvetni: 5,7gr
  • Þar af trefjar: 3,1gr
  • Heildarkolvetni:  2,6gr