Grísk Kjúklingalæri með baunum og Butternut graskeri
Innihald:
- 700gr úrbeinuð kjúklingalæri
- 3 msk Grísk Kryddolía frá Pottagöldrum
- 1 msk Eðalkrydd frá Pottagöldrum
- 100gr Strengjabaunir (Haricot baunir)
- 1/2 Butternut grasker
- Best á Allt frá Pottagöldrum eftir smekk
- 3-4 msk Extra virgin ólífuolía
- 50gr Íslenskt smjör til steikingar
- Himalayan salt eftir smekk
Aðferð:
- Setjið kjúklingalærin í lítið eldfastmót, hellið yfir þau olíu og kryddið þau eftir smekk.
- Nuddið kryddinu og olíunni vel í lærin þar til það þekji öll lærin. Kryddið meira eftir smekk. Leyfið lærunum að liggja í leginum í a.m.k. klukkustund.
- Skerið graskerið niður í 2 cm sneiðar, fræhreinsið og leggið á bökunarpappír á ofnplötu.
- Hellið ólífuolíu yfir graskerin og kryddið báðar hliðar með Best á Allt eftir smekk.
- Bakið graskerin á 200 gráðum með blæstri í 40 mínútur eða þar til þau eru orðin mjúk í gegn.
- 10 mínútur inn í bökunartímann á graskerinu, setjið kjúklingalærin inn í ofn og bakið í 30 mínútur.
- Á meðan eru baunirnar steiktar uppúr smjöri og létt saltaðar með Himalayan salti þar til þær eru orðnar mjúkar.
- Takið kjúklingalærin og graskerin úr ofninum.
- Takið hýðið utan af graskerssneiðunum og berið allt fram með ljúffengu Hvítlauksmajó.