Grísk Kjúklingalæri með baunum og Butternut graskeri

Innihald:

 • 700gr úrbeinuð kjúklingalæri
 • 3 msk Grísk Kryddolía frá Pottagöldrum
 • 1 msk Eðalkrydd frá Pottagöldrum
 • 100gr Strengjabaunir (Haricot baunir)
 • 1/2 Butternut grasker
 • Best á Allt frá Pottagöldrum eftir smekk
 • 3-4 msk Extra virgin ólífuolía
 • 50gr Íslenskt smjör til steikingar
 • Himalayan salt eftir smekk

Aðferð:

 1. Setjið kjúklingalærin í lítið eldfastmót, hellið yfir þau olíu og kryddið þau eftir smekk.
 2. Nuddið kryddinu og olíunni vel í lærin þar til það þekji öll lærin. Kryddið meira eftir smekk. Leyfið lærunum að liggja í leginum í a.m.k. klukkustund.
 3. Skerið graskerið niður í 2 cm sneiðar, fræhreinsið og leggið á bökunarpappír á ofnplötu.
 4. Hellið ólífuolíu yfir graskerin og kryddið báðar hliðar með Best á Allt eftir smekk.
 5. Bakið graskerin á 200 gráðum með blæstri í 40 mínútur eða þar til þau eru orðin mjúk í gegn.
 6. 10 mínútur inn í bökunartímann á graskerinu, setjið kjúklingalærin inn í ofn og bakið í 30 mínútur.
 7. Á meðan eru baunirnar steiktar uppúr smjöri og létt saltaðar með Himalayan salti þar til þær eru orðnar mjúkar.
 8. Takið kjúklingalærin og graskerin úr ofninum. 
 9. Takið hýðið utan af graskerssneiðunum og berið allt fram með ljúffengu Hvítlauksmajó.