Granóla

Innihald:

 • 50gr niðurskornar pekanhnetur
 • 35gr hörfræ
 • 70gr möndlumjöl
 • 20gr Valhnetur
 • 30gr heslihnetur
 • 20gr kókosflögur
 • 2&1/2 msk Sukrin Gold
 • 1 msk Fiber Gold sýróp
 • 70gr smjör
 • 1 eggjahvíta
 • 1/4 tsk Himalayan salt
 • 1 tsk Kanill frá Pottagöldrum
 • 1 msk Salty Caramel prótein (má sleppa)

 Aðferð:

 1. Hitið ofninn við 150 gráður með blæstri.
 2. Skerið hneturnar niður í grófa bita og hrærið saman við restina af þurrefnunum. Bræðið smjör, hrærið sýrópi saman við.
 3. Hrærið eggjahvítuna þar til hún byrjar að mynda smá hvíta froðu.
 4. Hellið smjörinu og hvítunni saman við þurrefnin og hrærið öllu vel saman.
 5. Dreifið vel úr blöndunni á smjör pappír og bakið inn í ofni í 20 mínútur.
 6. Leyfið Granólanu að kólna alveg og myljið það örlítið niður.

Geymist í loftþéttu boxi.

Þessi uppskrift gefur sirka 10 skammta miðað við að einn skammtur er um 2 matskeiðar. 

 

Tillaga að morgunmat með Granóla:

 • 100gr Grísk jógúrt
 • 1/2msk Mct olía með Vanillu Heslihnetu bragði
 • 1 msk Fiber Gold Sýróp
 • 2 msk Granóla
 • 1/2 msk Lily's Sweets Baking Chips (fæst á www.iherb.com)
 • Nokkur bláber

Aðferð:

 1. Hrærið MCT olíuna og sýrópið saman við grísku jógúrtina.
 2. Toppið með granóla og berjum eftir smekk.