Graflaxsósa

Innihald:

 • 3 msk majones
 • 2 msk 18% sýrður rjómi
 • 1& 1/2 msk Dijon sinnep
 • 1&1/2 msk Fiber Gold sýróp
 • 1&1/2 msk Sukrin Gold
 • 1 msk Dill frá Pottagöldrum
 • Eðal Salt og Svartur pipar frá Pottagöldrum eftir smekk

Aðferð:

 1. Hrærið öllum hráefnunum vel saman og smakkið til með salt og pipar.
 2. Sumir vilja sósuna örlítið sætari, mæli með að auka aðeins sýrópið ef þess þarf.
 3. Setjið í lokað ílát og leyfið sósunni að marinerast í nokkrar klukkustundir.
 4. Hrærið vel í sósunni áður en hún er borin fram.