Fylltar Tortilla vefjur

Innihald:

 • 16 stk Low Carb Tortilla vefjur frá Carb Zone eða Atkins tortilla vefjur
 • 350gr Rjómaostur
 • 150gr Rauð paprika
 • 40gr blaðlaukur
 • 1 tsk Piri Piri Krydd frá pottagöldrum
 • Salt eftir smekk

Aðferð:

 1.  Skerið paprikuna og laukinn í grófa bita og setjið í matvinnsluvél ásamt rjómaostinum.
 2. Kryddið, saltið og maukið áfram.
 3. Hitið vefjurnar örlítið  í örbylgju, sirka 20-30 sekúndur.
 4. Smyrjið þunnu lagi af maukinu á hverja vefju og rúllið upp vefjunum.
 5. Kælið vefjurnar í a.m.k. Klukkustund áður en þær eru skornar í 2-3 cm bita.

Frábær og auðveld viðbót í hverja veislu sem er!