Fyllt brauðskál

Innihald:

Brauðskálar:

 • 230gr rifinn mozzarella ostur
 • 60gr rjómaostur
 • 75gr möndlumjöl
 • 50gr kókoshveiti
 • 2 msk hörfræmjöl
 • 2 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk himalayan salt
 • 1 egg

Fylling:

 • 2 kjúklingalæri
 • 2 egg
 • 20gr græn paprika
 • 100gr rifinn ostur
 • 1 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
 • 2 msk Avocadoolía
 • Himalayan salt
 • Sesamfræ
 • Eggjarauða

Aðferð:

Fyllingin:

 1. Kryddið lærin með töfrakryddinu, hellið 1 msk af olíu saman við og nuddið vel þar til lærin eru þakin.
 2. Ofnbakið kjúklingalærin í um 25 mínútur.
 3. Skerið paprikuna mjög smátt.
 4. Hrærið saman eggin ásamt salti, setjið avocadooliu á pönnu og steikið eggin. Hrærið með sleif til að mynda eggjahræru.

Brauðið:

 1. Hitið osta í örbyglju í sirka 2 mínútur eða þar til allur osturinn er vel bráðinn.
 2. Gott er að hræra í ostunum inn á milli.
 3. Á meðan osturinn hitnar er þurrefnunum blandað saman í skál.
 4. Takið skálina úr örbylgjunni, hrærið og hellið þurrefnunum saman við.
 5. Hnoðið öllu vel saman við ostinn og í lokin er eggið sett saman við og hnoðað inn í deigið.
 6. Skiptið deiginu upp í fjóra jafna parta og fletjið út í hring.
 7. Skiptið 50gr af rifnum osti jafnt í miðju brauðsins. Skerið kjúklingalærin í litla bita, skiptið jafnt í fjóra parta, það sama á við um eggin og paprikuna, leggið ofan á rifna ostinn.
 8. Þjappið brauðið hringinn um fyllinguna þannig að þetta sé eins og litlar skálar.
 9. Penslið brauðið með eggjarauðunni.
 10. Skiptið restinni af ostinum í fjóra parta , stráið sesamfræjum yfir og bakið í ofni við 180gráður á blæstri í 25 mínútur eða þar til osturinn er orðinn að mestu gylltur.