Fyllt Fathead deig
Deig:
- 170gr rifinn mozzarella
- 70gr möndlumjöl
- 115 gr rjómaostur
Ofan á deig:
- 1 egg
- Smá Kóríander frá Pottagöldrum
- Smá Hvítlauksduft frá Pottagöldrum
Aðferð:
Setjið rifna ostinn, möndlumjölið og rjómaostinn saman í örbylgjuþolna skál og hitið i 20 sec. Takið út og hrærið. Setjið skálina aftur inn í ofn í 20 sec og endurtakið þar til allt er orðið vel blandað saman. Skiptið deiginu upp í 4 parta og fletjið út í litlar “pizzur”.
Setjið fyllinguna næst í miðjuna, lokið deiginu og snúið því við.
Hrærið saman eitt egg, 1 tsk kóríander og 1/2 tsk hvítlauksduft, bera blönduna jafnt yfir öll deigin, stingið létt í deigið á nokkrum stöðum með gaffli. Gott að strá smá hvítlauksdufti yfir.
Bakið við 180 gráður án blásturs í miðjum ofni í 20 mínútur. Eftir þessar 20 mín, kveikið á blæstri í 5 mínútur.
Hægt að hafa hvaða fyllingu sem er!
Hugmynd að fyllingu:
Kryddað og steikt hakk
Græn paprika
Blaðlaukur
1 tsk taco sósa
1 lengja mexikó ostur
Gott að bera fram með fersku salati, sýrðum rjóma og örlítilli taco sósu.