Frænkukökur

 

Innihald:

 • 180gr möndlumjöl
 • 80gr sukrin gold
 • 60gr Good Good sæta 
 • 140gr mjúkt íslenskt smjör
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk xanthan gum
 • 1 stórt egg
 • 1&1/2 tsk vanilludropar
 • 4 dropar English Toffee steviu dropar
 • 1/4 tsk himalayan salt
 • 80gr smátt skornar brasilíu hnetur eða sykurlaust súkkulaði

Aðferð: 

 1. Hræra vel saman öllum þurrefnum í skál.
 2. Hnoða þurrefnunum saman við mjúka smjörið og eggið, í hrærivél eða í höndunum.
 3. Skerið niður hneturnar/súkkulaðið í smáa bita og hnoðið saman við þar til það er jafnt í öllu deiginu.
 4. Skiptið deiginu upp í 16 stk kúlur og þrýstið þeim örlítið niður á ofnplötu klædda bökunarpappír.
 5. Bakið við 190 gráður með blæstri í 12 mínutur.
 6. Takið úr ofninum og þrýstið ofan á kökurnar með spaða þannig að þær fletjist örlítið út.
 7. Leyfið þeim að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.