Fiskréttur með sinnepi og sveppum
Innihald:
- 600gr þorskur
- 250gr sveppir
- 50gr blaðlaukur
- 400ml rjómi
- 2 msk Dijon sinnep
- 1 msk Fiskikrydd frá Pottagöldrum
- 2 stilkar fersk Steinselja
- 1/2 msk Laukduft frá Pottagöldrum
- 1/2 tsk svartur pipar frá Pottagöldrum
- 80gr Íslenskt smjör til steikingar
- 1/4 tsk Himalayan salt
- 150gr rifinn mozzarella
Aðferð:
- Leggið þorskinn í eldfastform og kryddið með smá part af hverju kryddi. Stráið létt yfir allan fiskinn og veltið honum örlítið þannig að krydduð þekur allan fiskinn.
- Skerið sveppi,steinselju og blaðlauk smátt og steikið uppúr smjörinu.
- Þegar sveppir og laukur er orðinn mjúkur, hellið rjóma saman við ásamt sinnepi og rest af kryddi og hrærið vel. Leyfið sósunni að malla þar til hún þykknar.
- Smakkið til með kryddum eftir smekk.
- Stráið rifnum osti yfir fiskinn, hellið sósunni jafnt yfir rifna ostinn og stráið rest af rifna ostinum yfir allt.
- Bakið í ofni við 200 gráðu hita með blæstri í 20-25 mínútur.
Berið fram með fersku eða soðnu grænmeti.
Ljúffengt með soðnu blómkáli.