Fiskisúpa

 

 

Innhald:

 • 800gr Þorskur
 • 1 blómkálshaus
 • 1 græn paprika
 • 1 rauðlaukur
 • 210gr kúrbítur
 • 5 hvítlauksgeirar
 • 3 Lítrar vatn
 • 2 fiskikrafur
 • 3 kjúklingakraftur
 • 2 dósir af hökkuðum tómötum
 • 125gr rjómaostur með kryddblöndu
 • 100ml rjómi
 • 1/2 msk Töfrakrydd
 • 1 & 1/2 msk Garam masala
 • 1 msk karrí
 • 1 msk paprikuduft
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1/2 msk hvítur pipar
 • Smakkað til með hvítlaukssalti
 • Avocado olía til steikingar

Aðferð:

Skera  niður papriku, lauk og kúrbít í hálf grófa bita  og steikja uppúr avocado olíu þar til það er orðið vel mjúkt. Kryddið grænmetið og hrærið vel í. Gott að bæta örlítið meira af olíu með.

Skerið kjarnann frá blómkálinu, skerið blómkálið niður í bita og setjið ofan í pottinn með hinu grænmetinu og hrærið vel saman.

Hellið næst vatninu öllu saman við ásamt því að brytja niður súpukraftana og sjóða á háum hita í sirka 30 mínútur eða þar til blómkálið er orðið alveg mjúkt. Á meðan súpan er að sjóða stráið  smá af öllum kryddum yfir fiskinn báðum megin og látið hann standa. Tætið niður allt grænmetið með töfrasprota þar til allt grænmetið er orðið að súpu og hellið næst hökkuðu tómötunum saman við og tætið það alveg niður með töfrasprotanum.

Stillið helluna á miðlungs hita og setjið fiskinn útí súpuna og leyfið súpunni að malla í sirka 20 mínútur

Gott að bera fram með matskeið af sýrðum rjóma! Og jafnvel skipta fisk út fyrir kjúklingalæri og hafa grænmetiskraft í stað fiskikrafts! En steikja þyrfti kjúklinginn aðeins áður. 

Þessi uppskrift er fyrir 6-8 manns.