Fettuccine með Risarækjum

Innihald:

 • 454gr fulleldaðar risarækjur (fást frosnar í Bónus)
 • 200gr Soybean Fettuccine frá Slendier
 • 200gr rjómaostur
 • 150ml rjómi
 • 120gr laukur
 • 30gr hvítlaukur
 • 3 msk íslenskt smjör
 • 1 msk Hvítvínsedik
 • 1 grænmetisteningur
 • 1&1/2 msk Ítalskt Pastakrydd frá Pottagöldrum
 • 1/2 msk Eftirlæti Hafmeyjunnar frá Pottagöldrum
 • 2 msk Avocado olía
 • Himalayan salt eftir smekk

Aðferð:

 1. Sjóðið fettuchini-ið skv. Leiðbeiningum með 2 msk af avocado olíu og 1/2 grænmetistening.
 2. Skerið laukana mjög smátt, bræðið smjör á pönnu og steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.
 3. Setjið rækjurnar á pönnuna með lauknum og kryddið létt. Takið rækjurnar af og leggjið til hliðar á meðan sósan er gerð tilbúin.
 4. Bræðið rjómaost, hvítvínsedik og rjóma saman á pönnunni með lauknum þar til allt sósan verður slétt. Bætið 1/2 grænmetistening saman við sósuna og leyfið sósunni að malla þar til allt er uppleyst.
 5. Kryddið sósuna og smakkið til eftir smekk.
 6. Sigtið fettuchini-ið, setjið útá sósuna og blandið vel saman.
 7. Síðast fara rækjurnar saman við og hitaðar örlítið.
 8. Gott að toppa með rifnum parmesan osti og bera fram með hvítlauksbrauði.