Einfalt ostakex

Innihald:

  • 12 sneiðar Gotta ostur
  • 40gr Fræblanda (eða eftir smekk)

Aðferð: 

  1. Raðið ostinum á bökunarpappír með jöfnu millibili og stráið fræblöndunni yfir ostinn.
  2. Bakið við 190 gráður á blæstri í 15-20 mín, eða þar til osturinn er farin að brúnast örlítið.
  3. Kælið alveg áður en borið er fram.

Ostasnakkið ætti að vera stökkt og gott til að njóta með allskonar meðlæti eins og Túnfisksalati eða Eggjasalati meðal annars.