Einfalt Hvítlauksbrauð

Innihald:

  • 100gr rifinn ostur
  • 20gr rifinn parmesan ostur
  • 1 egg
  • 2 tsk Ítölsk Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum 
  • 15gr Hvítlauks Kryddsmjör
  • Smá af Eðal-Hvítlaukssalti frá Pottagöldrum 

Aðferð:

Hræra saman rifnum osti, parmesan, eggi og kryddi vel saman í skál og mynda lítinn 6" botn á smjörpappír. 

  

  

Baka við 200 gráður á blæstri í sirka 10-12 mínútur, snúa botninum við og baka í 3-5 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullin brúnn. Takið botninn út, smyrjið botninn allan með kryddsmjörinu og stingið í botninn með gaffli á nokkrum stöðum. Stráið örlitlu hvítlaukssalti yfir botninn og síðast rifnum osti yfir eftir smekk og bakið aftur þar til osturinn er allur bráðinn, sirka 5-10 mín. 

Gott að toppa með áleggi eins og kjúklingaskinku og rifnum kúrbít!