Einfaldur Pizzabotn

Innihald:

 • 80gr Rifinn mozzarella ostur
 • 40gr Rifinn cheddar ostur
 • 1 egg
 • 1 msk Næringarger
 • 3/4 msk Heitt Pizzakrydd frá Pottagöldrum
 • Nokkur Himalayan saltkorn

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 180 gráðum með blæstri.
 2. Hrærið vel öllum hráefnum saman í skál þar til eggið bindur allt saman.
 3. Myndið lítinn og jafnan botn á smjörpappír og bakið botninn í 10 mínútur.
 4. Takið botninn út og setjið það álegg á sem ykkur lystir. Bakið með álegginu í aðrar 10 mínútur.
 5. Njótið með Habanero sýrðum rjóma eða heimatilbúinni kokteilsósu úr majonesi, Felix steviu Tómatsósu og örlitlum dropa af dijon sinnepi.

Mæli með þessu áleggi sem dæmi:

 • Pizzasósa
 • Reykt kjúklingabringuálegg
 • Græn paprika
 • Rifinn ostur
 • Cheddar ostur
 • Rauðlaukur