Einfalda Ostasósan

Innihald: 

  • 1 hringlóttur ostur (Villisveppa t.d.)
  • 250ml rjómi 
  • 1 sveppateningur (annar ef notaður er annar ostur)

Aðferð: 

  1. Hellið 200ml rjóma í lítinn pott og brytjið ostinn smátt niður. Gott er að nota rifjárn til þess að rífa hann smátt niður ofan í rjómann. 
  2. Bræðið allan ostinn þar til sósan er orðin kekkjalaus. 
  3. Myljið teninginn saman við sósuna, bætið restinni af rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við miðlungshita. 

Ef þið eruð t.d. að gera sósu með lambakjöti, þá mæli ég eindregið með að nota 1,5dl soð af kjötinu í stað rjóma og á móti nota sirka 100ml rjóma. Fer eftir því hversu þykka sósu hver og einn vil.