Eggjasalat

Innihald: 

  • 8 stór harðsoðin egg
  • 200gr majones
  • 1 & 1/2 tsk Best á Allt frá Pottagöldrum
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

Skera eggin með eggjaskera ofan í skál og tæta niður í enn smærri bita með skeið. Blanda saman majonesinu og kryddunum. Hræra mjög vel í þar til allt er vel blandað saman. 

Geymið í kæli í minnst klukkustund og hrærið í áður en það er borið fram.