Eggjabitar
Innihald:
- 4 egg
- 2 eggjarauður
- 100gr Cheddar ostur
- 4 msk avocado majones
- 3 stk Bratwurst kjúklingapulsur
- Kókosolíu sprey
- 1/2 tsk Himalayan salt
Aðferð:
- Hræra eggjum, osti, salti og majonesi vel saman.
- Brytja pulsurnar smátt niður.
- Spreyjið silikon muffinsform (ég notaði fyrir litlar muffins) með kókosolíu spreyji.
- Hellið eggja blöndu til helminga, dreifið pulsubitunum jafnt yfir og hellið yfir með eggjablöndu.
- Bakið í 200 gráðu heitum ofni á blæstri (210 án blásturs) í 15 mínútur.
Frábært nesti fyrir ferðalögin í sumar!