Eggjabitar


Innihald:

 • 4 egg
 • 2 eggjarauður
 • 100gr Cheddar ostur
 • 4 msk avocado majones
 • 3 stk Bratwurst kjúklingapulsur
 • Kókosolíu sprey
 • 1/2 tsk Himalayan salt

Aðferð:

 1. Hræra eggjum, osti, salti og majonesi vel saman.
 2. Brytja pulsurnar smátt niður.
 3. Spreyjið  silikon muffinsform (ég notaði fyrir litlar muffins) með kókosolíu spreyji.
 4. Hellið eggja blöndu til helminga, dreifið pulsubitunum jafnt yfir og hellið yfir með eggjablöndu.
 5. Bakið í 200 gráðu heitum ofni á blæstri (210 án blásturs) í 15 mínútur.

Frábært nesti fyrir ferðalögin í sumar!