Vantar þig máltíðaplan? Smellið hér til að fara í beint í verslun!

Eggjabitar

 

Innihald:

 • 4 egg
 • 20gr rjómi
 • 50gr camembert smurostur
 • 30gr rifinn ostur
 • 20gr kúrbítur
 • 20gr rauð paprika
 • 1 stk Kjúklingapulsa
 • 1/4 tsk Franskt Kartöflukrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

Grænmeti og kjúklingapulsa skorin í grófa bita og öllu skellt saman í blandara í nokkrar sekúndur. 

Skiptið blöndunni niður í silikon muffinsform eða einhverskonar álíka form og bakið við 180 gráður á blæstri í 20 mínútur.

Þessi uppskrift eru tveir skammtar. 

Í einum skammti eru:

 • 23,3gr Fita
 • 2,1gr Kolvetni
 • 22,1gr Prótein 

mv. MyFitnessPal