Dropakökur
Innihald:
45-50 stk
- 130gr Sukrin Gold
- 130gr smjör
- 110gr möndlumjöl
- 60gr kókoshveiti
- 2 egg
- t.d. Súkkulaðidropar frá Lily’s Sweets (fæst á Iherb)
- 1 tsk Xanthan Gum
- 1 tsk Vanilludropar
Aðferð:
Setjið þurrefnin og smjörið saman í hrærivélaskál með hnoðara og hnoðið það vel saman. Næst er eggjunum bætt saman við, eitt í einu á meðan hnoðað er og í lokin vanilludropar settir saman við. Hnoðið deigið þar til það er allt orðið vel blandað saman.
Myndið litlar kúlur úr deiginu, u.þ.b. 45-50 stk. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu, þrýstið aðeins í miðjuna á hverri kúlu fyrir sig með teskeið og raðið þétt saman 3 stk súkkulaði dropum fyrir miðju hverrar köku. Gott að þrýsta bitunum örlítið ofan í deigið.
Bakið við 190 gráðu hita á blæstri í 10 mínútur.
Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.