Djúpsteiktur Þorskur

Innihald:

 • 500ml 100% hrein, bragð og lyktarlaus kókosolía
 • 400gr Þorskur

 Deig:

 • 45gr Bragðlaust Pure iso whey protein
 • 2 egg
 • 2 msk sódavatn
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk Xanthan Gum
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 grænmetiskraftur
 • 1/4 tsk Himalayan salt
 • 1/2 tsk Fiber Gold Sýróp

Aðferð:

Setjið kókosolíuna í miðlungsstóran pott og bræðið hana við 3/4 hitastig (stilling 7 á keramik hellu) þegar kókosolían er alveg bráðin er hitinn lækkaður niður í miðlungshita eða stilling 5.

Á meðan kókosolían hitnar er deigið útbúið.

Hrærið öllum þurrefnum saman í skál, hrærið síðast eggjum,sýrópi og sódavatni saman við þar til blandan er orðin slétt og kekkjalaus.

Skerið þorskinn niður í hæfilega bita eftir smekk, veltið bitunum uppúr deiginu og notið gaffal til þess að setja bitann varlega ofan í olíuna. Steikið á öllum hliðum þar til bitarnir hafa náð gullinbrúnum lit.

Best er að bera fiskinn fram strax.

Mæli með að njóta fisksins með Baja sósu og Hrásalati.

 

Einnig er hægt að nota sama deig til þess að gera laukhringi meðal annars.